fimmtudagur, 28. október 2004

Gagnrýni: Dodgeball

Dodgeball er hörmuleg bandarísk klisjumynd. Týpísk atriði tröllríða myndinni, t.d. hundur sem sleikir mann sem dreymir sóðalega drauma á meðan og einhver gaur sem á að vera svo ofsalega heimskur að hann man ekki eftir manni sem hann er búinn að umgangast lengi.

Það segir samt einna mest um myndina að Stjáni stuð gaf henni fimm stjörnur.

Einkunn: ein skitin stjarna af fimm.

föstudagur, 22. október 2004

Gísli Marteinn spilið!

Þetta hefur fólk heyrt:
Friends spilið er komið á markað!
Hvaða VINUR var bitinn af páfagauki? Litið er inn í hús VINANNA. Hvað borða VINIR? Frábærar spurningar og frábært spil!

En nú NÝTT!
GÍSLI MARTEINN spilið (byggt á sívinsælum þáttum Gísla Marteins)!
Hvernig er húsið hans GÍSLA MARTEINS? Hvaða GÍSLI MARTEINN var bitinn af páfagauki? Hvað segir mamma GÍSLA MARTEINS um son sinn? Hvað borðar GÍSLI MARTEINN? Hvernig bindi var GÍSLI MARTEINN með þegar hann spjallaði við Sollu á Grænum kosti?
Frábærar spurningar byggðar á einum vinsælasta sjónvarpsþætti Íslands og umsjónarmanninum sem allir elska!

Portner

Í dag sá ég Hannes labba alveg eins og hann labbaði í "Hannes Portner og viskusteinninn" bestu MR- mynd sem hefur verið gerð. Var þetta hluti af spaugi portners og þótt mér ansi hressandi að sjá slíkt labb framkvæmt af portneri sjálfum en ekki teiknimyndareftirmynd hans.

Spaugilegt

Mér þætti afar spaugilegt ef allar stelpurnar í skólanum mættu snoðaðar einn morguninn. Veit ekki hvort ég er einn um það.

sunnudagur, 10. október 2004

Talsettar sjampóauglýsingar

Talsettar sjampóauglýsingar er eitt áhugaverðasta sjónvarpsefni sem um getur. Oftast eru tvær konur sýndar spjalla saman. Umræðuefnið er að sjálfsögðu sjampó. Virðast alltaf óendanlega glærar, sérstaklega í talsettum útgáfum þar sem varirnar hreyfast ekki í réttu samhengi við orðin. "Varstu að lita hárið?" "Nei, ég litaði fyrir fjórum vikum" "ó, þá hlýtur það að vera kjóllinn". "Flott hár, glansandi og engir klofnir endar?" "Nei með nýja loreal er ég laus við klofna enda"

Sjampó er umræðuefni sem ætti að taka upp á öllum betri vinnustöðum og elliheimilum. Hvet fólk til að fylgjast með klofnum endum og nefna það ef það tekur eftir slíku við viðkomandi.

Eru svona sjampókonur til í alvöru? Maður spyr sig. Er þetta umræðuefni til annars staðar en í auglýsingum? Hvert er heimurinn þá að fara?

Af gefnu tilefni bið ég fólk að gera athugasemdir undir nafni. Það er voðalega auðvelt að skýla sér í nafnleysinu og vaða uppi með þvælu eins og eitthvað lið kaus að gera þegar ég skrifaði um verkfallið um daginn. Frekar lélegt að leiðrétta það sem rétt er og allt auðvitað nafnlaust.

Fólk kaus þetta verkfall yfir sig með því að kjósa enn eina ferðina Davíð og félaga. Ríkið á að fara að koma með peningana til að leysa deiluna. Þetta er fáránlegt, svona langt verkfall í dag á Íslandi, "velmegunarríkinu". Tóm er fyrir skattalækkanir blablabla. Ekki man ég hvað var síðasta góða verk þessarar stjórnar, kannski að ráða Jón Steinar eða henda Kristni úr þingnefndum. Vafasamt.

Ekki er ólíklegt að George Bush verði aftur kosinn Bandaríkjaforseti. Oft heyrist að bera skuli virðingu fyrir öllum skoðunum. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir þeim sem hyggjast kjósa Bush. Hann hefur sýnt svo ekki verður um villst að hann er grasasni. Er meirihluti Bandaríkjamanna virkilega svo heimskur að hann kjósi manninn í annað sinn? Vona ekki.

laugardagur, 9. október 2004

Radiohead er ótrúlega vinsæl hljómsveit. Platan Hail To the Thief þykir ægilega frábær og fersk og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hrífst ekki sérstaklega af þeirri plötu sem margir segja að sé þeirra besta. Oft og mörgum sinnum hef ég sett þessa plötu í tækið og reynt að heyra hvað það er sem hrífur fólk svona ofboðslega við þessa hljómsveit. Ég hef ekki heyrt það ennþá. Á plötunni eru reyndar þrjú eða fjögur ágæt lög. Meginþorrinn af þessu finnst mér hins vegar bara vera gaul og væl. Ég viðurkenni fúslega að nokkuð er varið í sum eldri lög sveitarinnar.

Thom Yorke er söngvari sveitarinnar, letilegur vælukjói sem hefur meikað það. Fyrir hvað? Fyrir að gaula um eigin eymd? Sjálfsvorkunn og volæði? Þetta er maður sem lítur út fyrir að baða sig í þunglyndislyfjum. Hann virðist hafa byrjað að söngla um eymdina, verður síðan frægur og hugsar þá: "ég get svosum haldið áfram fyrst þetta er vinsælt" og haldið áfram svona með hálfum hug. Svo hefur þetta bara slegið svo rækilega í gegn að hann getur ekki hætt.

Papar eru frábærir, Interpol eru frábærir, Creedence Clearwater eru frábærir en hvernig sem ég reyni heyri ég ekki þetta ofsalega yndislega og frábæra við Radiohead.

Á eftir bolta kemur barn og á eftir barni kemur Steingrímur Njálsson.

Ásgeir sagði mér þetta.

Árni Johnsen og Creedence Clearwater

Cotton Fields með Creedence Clearwater er magnað. Því sneri Árni Johnsen upp á íslensku og söng "í þeim gömlu kartöflugörðunum heima" í stað "in them old cotton fields back home". Enska útgáfan er öllu betri.

Mamma er ekki heima

Nú er móðir mín í Brandararíkjunum. Það þýðir:
-skilja má eftir diska og önnur matarílát á víð og dreif um húsið.
-ekki þarf að taka til í herbergi.
-skítuga sokka má skilja eftir við ísskápinn eða sjónvarpið. Reyndar hvar sem er.
-ég get verið úti í tvo daga eða eitthvað án þess að koma heim á milli og fá ræðuna um björgunarsveitina eða að áhyggjufull móðir hringi sí og æ.
-Ótakamarkaður aðgangur að bíldruslunni.
-Ekki þarf að setja föt í þvott
-Ekki þarf að henda rusli í ruslið.

Gallinn er sá að ég þarf að laga allt til áður en hún kemur heim aftur svo allt sé slétt og fellt.

miðvikudagur, 6. október 2004

Draumaflæði

Upp á síðkastið hefur mig dreymt næstum aðra hverja nótt. Rosalegt. Eina nóttina var ég uppi í sveit og sá kettling stökkva á lamb, læsa í það klónum og drepa það síðan með miklu hvæsi. Síðan var fíflinu lógað.

Í nótt dreymdi mig að ég lenti í matarboði með stærðfræðikennaranum. Var ég afar kumpánlegur og taldi alveg gefið að það ætti eftir að skila mikið bættri kennaraeinkunn. Sjálfsblekking þar á ferð.

Gildi menntunar

Stundum efast ég um gildi menntunar. Hér í einni elstu menntastofnun landsins læri ég bull og kjaftæði á borð við lífræna efnafræði. Ég læri um CH3OHbleble og cis - trans (systir hans?) og allir tímarnir fara í það að kennarinn skrifar CH3OH H3Obleble og mismunandi byggingareiginleika og formúlur. Þessi námsgrein er algjört bull og mun aldrei nýtast mér.

Svo er það í íslenskunni: hákveður lágkveður þegiðu.