fimmtudagur, 16. desember 2004

Geðveiki

Nú hefur geðveikum manni verið veitt dvalarleyfi á Íslandi. Bandaríkjamenn hafa farið virkilega illa með þennan mann og refsað honum fyrir að tefla í landi sem átti ekki upp á pallborðið.

Það er ótrúlega mikið af geðveikum hérna í samfélaginu. Oft hef ég velt fyrir mér hvort ég er ekki sjálfur blússandi geðveikur. En ekki þori ég að láta athuga það vegna þess að ég fór til augnlæknis í fyrsta sinn 17 ára gamall og þurfti gleraugu. Ef ég færi til læknis --> greindur geðveikur. Svo er orðið allt of mikið af fáránlegum sjúkdómsgreinigum. Krakkar eru ekki óþægir, heldur þjást af D4- hegðunarröskun; "ekki skamma hann, hann er með sjúkdóm". Þetta er orðið virkilega sjúkt. Ég þekki talsverðan fjölda fólks sem rambar á barmi geðveiki eða er snargeðveikt en hefur þó ekki verið greint geðveikt. Það skiptir líka engu máli þótt svona geðsjúklingar gangi lausir ef þeir eru ekki hættulegir öðrum. Þeir sem eru hættulegir öðrum þurfa augljóslega hælisvistun.

Það er bæði til fólk sem er geðveikt á jákvæðan hátt og síðan geðveikir á neikvæðan hátt. Geðveikir á neikvæðan hátt eru í daglegu tali kallaðir hálfvitar.

Annars er það kannski of sterkt til orða tekið að tala um "geðveikt" fólk. Reyndar er það þannig að þeir sem eru of venjulegir eru bara ekkert skemmtilegir.

mánudagur, 13. desember 2004

Lífsins melodí eftir Árna Johnsen

Ótrúlega fágaður titill á bók eftir glæpamann. Reyndar einn fágaðasti bókartitill sem ég hef nokkru sinni heyrt.

laugardagur, 11. desember 2004

Er rúmur helmingur Íslendinga haldinn alvarlegri sjálfspyntingarhvöt?

Gísli Marteinn mældist víst með áhorf rúmlega 53,9% Íslendinga skv. nýjustu Gallup-könnun.

Systir konunnar hefur bætt á sig

"Endilega fáið ykkur meira, það er nóg til"
"Nei, veistu, ég er bara alveg búinn að éta á mig gat"
"Þið verðið að fá ykkur meira, eftirrétturinn er ennþá eftir!"
"Þið verðið að borða meira, annars þarf maðurinn minn að borða kræsingar í heilan mánuð!"

Hohohohoh

föstudagur, 10. desember 2004

Sykursýki

Þegar ég var lítill sagði mamma mér einhverju sinni að sykursjúk kona væri að koma í heimsókn. Ég dró rökrétta ályktun --> konan var sjúk í sykur, glennti upp blóðsprungin augun þegar hún svo mikið sem fann lykt af sykri og varð að fá góssið.

Eða það hélt ég. Þannig að ég fór og faldi allt sælgæti og sykur á heimilinu á öruggum stað því ekki vildi ég að gammurinn kæmist í það.

Dagný Jóns verði svipt þingsæti

Réði ég einhverju í þessu landi svipti ég Dagnýju Jónsdóttur, þingmann Framsóknarflokks, umsvifalaust þingsæti sínu út af framgöngu hennar í skráningagjaldamálinu.

Barðist víst sjálf gegn slíkum gjöldum í stúdentapólitíkinni.

Nú þegar hún er komin á þing getur hún ekki drullast við að greiða atkvæði gegn þessu heldur ætlar hún að sitja hjá til að þóknast liðinu.

Kristinn H. var sviptur svo til öllum völdum fyrir að standa á sínu. Dagný þorir greinilega ekki að feta í þau spor.

Svei attan - Þvílíkur aumingjaskapur.

Dollari

Fór í bankann í dag og fjárfesti í dollara fyrir 70.000 kr. Ætti að græða á tá og fingri von bráðar. Bíðið spennt eftir uppgjöri 1. ársfjórðungs.

Jammjammjamm. Viðskiptafærsla að hætti Hagnaðarins

fimmtudagur, 9. desember 2004

Enginn sagði að það væri auðvelt

Það eru ýmsir gallar við fjölbýlishús. Því hef ég komist að á mánuðunum síðan ég flutti. Nágranninn gengur ekki heill til skógar. Á hverju einasta sunnudagskvöldi, eftir miðnætti hlustar hann á músík og gjarnan þá í botni. Flestir byrja nýja vinnuviku á mánudagsmorgnum en það á greinilega ekki við um þennan svarta sauð. Síðustu 4-5 sunnudagskvöld hefur þetta glumið upp og ég hef ekki haft svefnfrið. Maðurinn hefur verið varaður við en það er eins og minnið hjá honum sé gloppótt líka því hann man það ekki til næsta sunnudagskvölds. Gjarnan spilar hann sama lagið tíu sinnum í röð og ég hef tekið eftir að lag með Coldplay sem inniheldur "Nobody said it was easy" er mjög vinsælt hjá honum og galar hann gjarnan með þessari laglínu.

Spurning hvort ég á að fara út í nágrannnastríð og maka tjöru á gluggana hjá honum.

Ef ég væri eins og þessi maður mundi ég leita mér hjálpar.

Christmas motorcycle

Fór í enskuprófið í dag. Lokahlutinn var að venju ritgerð og efnin sem í boði voru "fersk" eins og vanalega. Þau voru:
1.How sports have brought peace to the world
2. Memorable Christmas
3. How clothes make the man.
Brakandi "ferskt" eins og subway. Úff, fyrst ákvað ég að skrifa um það fyrsta. Það reyndist ómögulegt svo ég ákvað að gera væmna jólaminningu. Það var auðvelt og var hún algerlega upplogin. Hún fjallaði um jólin þegar ég var fimm ára og jólasveinninn kom snemma í bæinn með mandarínur handa börnunum og bla bla e-ð væmið og leiðinlegt. Svo endaði sagan á því að ég sá risastóra pakkann minn undir jólatrénu sem var pakkaður í silfur og ég opnaði pakkann. Viti menn, það var jólahjól eða "Christmas motorcycle" eins og ég kallaði það á enskunni. Allt það sem fimm ára drengur gat óskað sér.

Hlýtur svona saga ekki að falla í kramið hjá enskukennara sem nálgast sextugt? Það verður fróðlegt að sjá.

Lög unga fólsins

Fólk spyr sig, hvaða lög falla í kramið hjá dj gummo þessa dagana. Helst ber að nefna:
Mugison- Mur Mur
The Bravery- Honest Mistake
Maus - Over Me Under Me
Johnny Cash- The Long Black Veil
Johnny Cash- What Do I Care?
Johnny Cash- Daddy Sang Bass
Johnny Cash- Man In Black
Jón Ólafsson- Sunnudagsmorgunn
Ske- T-Rex
Ske- Cowboy
Ske- Stuff
Megas- Jólanáttburður
Franz Ferdinand- 40'
Súkkat- Jóhann

Þetta helst.

miðvikudagur, 8. desember 2004

Myndir sem vert er að framleiða

Hef hug á því að hætta í skólanum og hefja gerð hryllingsmynda. Ég hef séð Freddy vs. Jason þannig að ég ætti nú að kunna sitthvað í slíku. Nú hef ég lesið mikla líffræði fyrir líffræðiprófið sem ég tók í dag. M.a. las ég um veirur, en það eru víst ekki eiginlegar lífverur heldur bara e-r óbjóður. Þær setjast utan á frumur, "bíta" þær og sundra prótínvegg frumnanna. Þær sprauta síðan eigin DNA inn í frumurnar og sýkja þær. Eftir það geta þær fjölgað sér. Og maður spyr sig, þarf ekki að gera hryllingsmynd um veiru sem lítur svona út og festir sig utan á fólk og sýkir það til dauða. Hleypur um bandaríska stórborg og sýkir alla á vegi sínum. Hvílíkur söguþráður. Kannski hef ég séð þetta í einhverju, kannski er þetta alls ekki nýtt. Jæja.

Svo er það hin myndin. Ég las líka um sýklahernað, ýmsar veirur og bakteríur sem menn hafa notað í hernað. Talað var um bólusóttarveiruna og að hún væri útdauð en ef einhver kæmi fram með hana núna gæti sá hinn sami stráfellt allt mannkyn á skömmum tíma. Þar er handritið komið: Hinn illkvitni dr. Sívertsen á bólusóttarveiru á tilraunastofunni, engan hafði grunað það! Fylgjumst með tryllingslegum áætlunum hans um að drepa gjörvallt mannkyn með bólusótt. Getur Hetjan (leikin af Rob Schneider) bjargað mannkyninu frá glötun. Sjáðu þessa og hárin rísa!

Matarhornið

Margir vita kannski að ég ætlaði alltaf að verða kokkur. Síðan er ég á náttúrufræðibraut í MR að læra líffræði og alls konar djöfulsins leiðindi. Veit ekki alveg hvað ég er að gera í því. En allavega er stærðfræðin í MR miklu skemmtilegri en sú í grunnskóla. En hvejum er ekki...

Já, bíðum við, þetta er matarhornið en ekki eitthvurt námsraus:

Kleinur teknar úr frysti sem farnar eru að þiðna aðeins eru frábærar með rækjusmurosti. Og þetta er ekki rugl, prófið áður en þið dæmið.