föstudagur, 4. september 2009

Panikk

Verd ad vidurkenna ad eg fekk halfgert "panic attack" thegar eg skradi mig inn a facebook i dag eftir ad hafa stofnad reikninginn i gaerkvoldi. A skjanum birtust alls kyns samtol og nofn og myndir af folki sem eg thekki og sem eg thekki ekki og eitthvad sem thad hafdi skrifad, eins og einhvers konar pop-up. Byst vid ad thetta se hefdbundid og ekkert nytt fyrir flestum, enda flestir a minum aldri longu komnir med slikt apparat.

Svo var nett panikk thegar eg opnadi hotmail og atti milljon olesin skeyti tengd f.b. Leid eflaust svipad og Bruce Almighty i samnefndri mynd thegar hann fekk ad vera gud um tima og oskadi eftir ad fa baenir alls folks i heiminum sendar i tolvuposti....

...Jaeja, eg er adeins ad ykja.

fimmtudagur, 3. september 2009

Danmörk - fyrstu dagarnir

Eins og flestir sem þekkja mig vita, er ég fluttur til Danmerkur. Byrjaður í námi í Álaborgarháskóla, sem lítur mjög vel út. Kominn með íbúð á leigu, en netið er ekki komið í gagnið þar, því miður. Mér leið eins og Palla, sem var einn í heiminum, daginn sem ég fékk íbúðina, var búinn að taka aðeins upp úr töskum og svona og ætlaði að kíkja á netið - hviss bamm búmm! ekkert net, aleinn í útlöndum í ókunnu húsi.


En dagarnir á eftir hafa verið mjög fínir. "Allra þjóða kvikindi" eru með mér í náminu og hef ég náð tali af ýmsum þeirra. Verst er að muna ekki nema brot af nöfnunum, en það kemur vonandi smám saman. Gæti orðið auðveldara en ella þar sem ég var að opna bók kennda við feis. Sendi út nokkrar vinabeiðnir en gafst svo upp í bili. Í dag var fyrsti kennsludagur og í einum tímanum sat ég á milli Bandaríkjamanns og Afgana (milli steins og sleggju?), hef ekki hitt Afgana áður svo ég muni.

Þegar ég hef kynnt mig hafa allir með engri undantekningu hváð og beðið um endurtekningar, jafnvel að ég skrifaði nafnið fyrir þau eða stafaði. Ánægjulegt að hafa svona international nafn. Ég hef ákveðið að segja nafnið eins og það er gert á íslensku. Vil ekki segjast heita Gummi eða eitthvað, sérstaklega ekki við Danina, gummi þýðir jú smokkur á dönsku.

En ég nenni ekki að skrifa meira í bili. Of margt sem ég ætlaði að skrifa og ég get ekki ákveðið hvað á að nefna og hvað ekki, þannig að við segjum það að sinni.