föstudagur, 14. janúar 2005

"Gráðugar gæsirnar gleyptu bíllyklana"

Forsíðufrétt Morgunblaðsins undir þessari fyrirsögn í dag er snilld. Sjaldan hef ég hlegið að forsíðufréttum en það gerði ég í dag. Fréttin fjallaði um einhverja kerlingu sem fór með litlu telpuna sína niður á Tjörn og ætlaði að gefa öndunum. Hún var með glæran stóran poka. Gæsir sáu þetta, voru gráðugar og réðust á þær fólskulega til að ná öllu brauðinu á sem stystum tíma. Þær gögguðu sem óðar væru í þær mæðgur og skölluðu og létu eins og kerlingar á útsölu. Dóttir konunnar varð víst skíthrædd og fór að hágrenja og móðirin varð líka hrædd svo hún henti frá sér pokanum og hljóp á brott með dóttur í farteskinu. Þá fengu gæsirnar það sem þær vildu og voru síðan alveg fokkin crazy í brauðpokanum og reyttu fjaðrir hver af annarri.

Í öllum hamaganginum missti konan bíllyklana og grunaði gæsirnar um að hafa gleypt þá. Hahaha.

Ég er mest hissa á að gæsirnar hafi ekki rifið í litlu telpuna með goggnum og flogið með hana á brott fyrir augunum á móðurinni.

Þetta er mögnuð frétt. Meira svona.