föstudagur, 28. nóvember 2003

Peningar vaxa ekki á trjám, þeir liggja í bönkum

Í dag var ég í skólanum. Jósep var líka mættur, ferskur. En í dag var Jósep blankur og gat ekki keypt neitt að éta. Hann sagðist ekki eiga eyri. En þó ákvað hann að gá í Íslandsbanka hvort hann ætti ekki eitthvað. Hann fór til gjaldkerans og kom síðan skælbrosandi til baka með 200 krónur og hafði tæmt reikninginn. Það þótti mér skemmtilegt. Svo sagði hann "Komdu í Landsbankann, ég ætla að athuga hvort ég eigi ekki fyrir kóki líka". Við héldum í Landsbankann og Jósep var orðinn aldeilis vongóður eftir happafundinn í Íslandsbanka. Viti menn! Hann tæmdi reikning númer tvö þennan daginn og þar var að finna tíu sinnum meira en í Íslandsbanka, 2000 kall. Nú átti Jósep allt í einu fyrir hamborgara og að minnsta kosti tíu kókdósum. Hann á reikning í öllum bönkunum. Það finnst mér afar hressandi. Gott að geta fundið 20 kalla eða jafnvel 2000 kalla svona hér og þar.