Arnaraugu
Í gær var mjög góð skemmtun MR-inga í sal nokkrum. Ég var edrú og akandi á Ingunnarwagon eins og hann er kallaður. Pústið er að hrynja núna held ég svo það hljóma stundum skruðningar þegar ekið er. Bjórkvöldin eru stundum hrottalega léleg en þetta var fínt. Það er ekkert gefið að þau séu skemmtileg þótt drukkið sé. Kosturinn við að vera edrú er sá að minni hætta er á að missa út úr sér einhverja vitleysu.Sat samt bara á sama stólnum við sama borðið næstum allan tímann. Það var líka ágætis stemming við þetta borð. Skimaði yfir salinn með arnaraugum og sá sveiflu í hverju horni. Maður er farinn að bera svo gott skynbragð á svona skemmtanir, sér hvenær er sveifla og hvenær ekki. Nú mættu margir, sjálfsagt af því það var frítt og til að taka á því í síðasta sinn fyrir próf.
Besti knattspyrnudómari heims heitir Pierluigi Collina. Hann er einmitt með arnaraugu. Hann getur séð mýs úr 200 m hæð. Aldrei bregst honum bogalistin í dómarabúningnum. Svo þora menn ekkert að rífa kjaft við hann. Það er nóg að hann horfi á þá, þá halda þeir kjafti og spila prúðmannlega. Ekki þori ég að rífa kjaft við þennan mann.
Heyrðu, heldurðu ekki að képpinn sé kominn með miða á Franz Ferdinand. Skifan.is og ekkert vesen.
|