fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Viðtekin sannindi

Ýmsu er fleygt fram sem viðteknum staðreyndum þessa dagana.


  1. Verð að taka undir með Má hér. Það eru stórmerkileg tíðindi að "karllæg áhættufíkn" hafi steypt okkur inn í kreppu, en þetta mun víst bara vera raunin. Karlar verða bara að bíta í það súra epli. "Kvenlæga varfærni" hefur skort í viðskiptum.

  2. Nokkrir stjórnmálamenn hafa látið þessi orð falla í tilefni kreppu: "Íslendingar eru fljótir að laga sig að breyttum aðstæðum og hafa alltaf verið"

  3. Það er stórkostleg tíðindi að blökkumaður hafi verið kosinn forseti Bandaríkjanna. Mörgum virðist skítsama hvaða stefnu hann hefur. Mér finnst kolrangt að einblína á það - frekar að líta á að hann hefur betri stefnumál en mótframbóðandinn hafði og virðist einfaldlega klárari, þótt það sé auðvitað matsatriði. Eða hvað? Kannski hef ég rangt fyrir mér. Kannski hefðu það verið stórkostleg tíðindi að blökkumaður skyldi vera kosinn, sama hver hann væri...Dömur mínar og herrar, nýr forseti Bandaríkjanna...

...50 cent. Stórkostleg tíðindi fyrir blökkumenn um allan heim.

Vissulega virðist kosning Obama hafa verið viss sigur í baráttunni gegn kynþáttafordómum, en það er engin ástæða til að einblína á húðlitinn eins og mjög margir virðast gera.

Ofantaldar staðreyndir hljóma fyrir mér álíka gáfulegar og staðreyndin að "Íslendingar eru svo klárir í viðskiptum - þeir kaupa bara heiminn - útrásarvíkingarnir - nú ætla Íslendingar bara að eignast Danmörku ha? Hjálendan eignast herraþjóðina. Rosalega eru Danir öfundsjúkir..." o.s.frv.