þriðjudagur, 13. maí 2003

Nýr landsliðsþjálfari

Nú er búið að ráða Loga Ólafsson sem þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu. Mér finnst það mesta firra því Logi hefur nú ekkert verið sérstakur þar sem hann hefur þjálfað og hann náði ekki góðum árangri með landsliðið þegar hann þjálfaði þá áður. Ég held að þeir ættu að ráða Guðjón Þórðar aftur og hætta þessari vitleysu. Eða jafnevel Ólaf Þórðarson sem þjálfar ÍA og ungmennalandsliðið. En hver veit, kannski kemur Logi á óvart.