sunnudagur, 11. maí 2003

Úrslitin

Þá eru úrslit kosninganna ljós. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði slatta en ríkisstjórnin heldur samt velli. Ríkisstjórnin hefur fimm menn í plús á stjórnarandstöðuna og það er allt of mikið. Framsóknarflokkurinn átti engan veginn skilið það sem hann fékk. Það var fáránlega mikið. Vinstri grænir töpuðu einum manni og það er alls ekki fagnaðarefni. Þeir hefðu mátt bæta við sig tveim. Þá hefði ég verið sáttur. Þeir fá auk þess ekkert nýtt fólk á þing eins og allir hinir. Frjálslyndir náðu nokkuð góðum árangri en hefðu átt að ná betri. Samfylkingin þykist vera sigurvegari kosninganna. Ég get ekki alveg fallist á það því ekki náðist að fella stjórnina og Samfylkingin var bara að fá svipað og í könnunum, jafnvel heldur lægra. Ég er ósáttur við að VG náðu ekki inn Atla Gíslasyni, Kolbeini Proppé og Þóreyju Eddu. Ekki hefði heldur spillt fyrir ef Katrín Jakobsdóttir hefði komist inn. Þetta er afar frambærilegt fólk. Frjálslyndir hefðu líka alveg mátt ná Margréti Sverris. Sérstaklega ef litið er til þess hvurs konar vitleysingar voru að bætast í þingmannahóp Sjálfstæðisflokksins: Sigurður Kári og Guðlaugur Þór. Svo hefði Halldór Ásgrímsson alveg mátt detta út. Hann er alltaf með þennan vorkunnartón, en ég vorkenni honum ekki neitt. Sumir hafa gert það og Halldór komst inn.

Nokkrir bætast við sem vit virðist vera í. Það eru þá aðallega Magnús Þór Hafsteinsson og Gunnar Örlygsson hjá Frjálslyndum og Katrín Júlíusdóttir hjá Samfylkingu. Svo eiga eflaust einhverjir eftir að koma á óvart.