Enginn sagði að það væri auðvelt
Það eru ýmsir gallar við fjölbýlishús. Því hef ég komist að á mánuðunum síðan ég flutti. Nágranninn gengur ekki heill til skógar. Á hverju einasta sunnudagskvöldi, eftir miðnætti hlustar hann á músík og gjarnan þá í botni. Flestir byrja nýja vinnuviku á mánudagsmorgnum en það á greinilega ekki við um þennan svarta sauð. Síðustu 4-5 sunnudagskvöld hefur þetta glumið upp og ég hef ekki haft svefnfrið. Maðurinn hefur verið varaður við en það er eins og minnið hjá honum sé gloppótt líka því hann man það ekki til næsta sunnudagskvölds. Gjarnan spilar hann sama lagið tíu sinnum í röð og ég hef tekið eftir að lag með Coldplay sem inniheldur "Nobody said it was easy" er mjög vinsælt hjá honum og galar hann gjarnan með þessari laglínu.Spurning hvort ég á að fara út í nágrannnastríð og maka tjöru á gluggana hjá honum.
Ef ég væri eins og þessi maður mundi ég leita mér hjálpar.
|