fimmtudagur, 16. desember 2004

Geðveiki

Nú hefur geðveikum manni verið veitt dvalarleyfi á Íslandi. Bandaríkjamenn hafa farið virkilega illa með þennan mann og refsað honum fyrir að tefla í landi sem átti ekki upp á pallborðið.

Það er ótrúlega mikið af geðveikum hérna í samfélaginu. Oft hef ég velt fyrir mér hvort ég er ekki sjálfur blússandi geðveikur. En ekki þori ég að láta athuga það vegna þess að ég fór til augnlæknis í fyrsta sinn 17 ára gamall og þurfti gleraugu. Ef ég færi til læknis --> greindur geðveikur. Svo er orðið allt of mikið af fáránlegum sjúkdómsgreinigum. Krakkar eru ekki óþægir, heldur þjást af D4- hegðunarröskun; "ekki skamma hann, hann er með sjúkdóm". Þetta er orðið virkilega sjúkt. Ég þekki talsverðan fjölda fólks sem rambar á barmi geðveiki eða er snargeðveikt en hefur þó ekki verið greint geðveikt. Það skiptir líka engu máli þótt svona geðsjúklingar gangi lausir ef þeir eru ekki hættulegir öðrum. Þeir sem eru hættulegir öðrum þurfa augljóslega hælisvistun.

Það er bæði til fólk sem er geðveikt á jákvæðan hátt og síðan geðveikir á neikvæðan hátt. Geðveikir á neikvæðan hátt eru í daglegu tali kallaðir hálfvitar.

Annars er það kannski of sterkt til orða tekið að tala um "geðveikt" fólk. Reyndar er það þannig að þeir sem eru of venjulegir eru bara ekkert skemmtilegir.