Magnað samtalsbrot
Mörg frábær samtöl fóru fram í tvítugsafmælinu. Einhver snillingurinn setti lagið "Einn dans við mig" með Hemma Gunn á í græjunum. Í kjölfar þess hófust umræður um Hemma og kom þá m.a. þetta kostulega samtalsbrot:Trausti: Hann var allan tímann alveg blindfullur og liggjandi í kellingunum þarna úti í Tælandi. Svo náttúrulega fékk hann hjartaáfall og fór aftur heim til Íslands og hætti að drekka. Nei, bíddu, hann fékk hjartaáfallið eftir að hann kom heim.
Henrik: Nei, hann fékk hjartaáfallið úti í Tælandi en var bara svo blindfullur að hann tók ekki eftir því fyrr en hann kom heim.
Snilld.
|