Rækjumangari
Ýmsum leiðum er beitt til að afla fjár fyrir útskriftarferðinni. Um daginn voru seldar rækjur. Mér er meinilla við að pranga einhverju svona drasli inn á ættingjana. Ég er enginn sölumaður. Hef ekki í mér að lofa öllu fögru um vöru bara til að selja hana. Þegar ein frænkan spurði hvort þetta væru góðar rækjur sagði ég: "Ég veit það ekki" en hefði átt að segja: "Blússandi, færð ekki betri kvikindi". En ég seldi níu poka. Um leið og ég hringi í þessa ættingja vita þeir að óhreint mjöl er í pokahorninu, ég færi ekki að hringja í þá til að spjalla (frekar til að ná af þeim peningum eins og í þessu tilfelli). Einmitt þess vegna er óþolandi að pranga þessu drasli inn á þá. Annars eru þetta góðar rækjur, ég er búinn að smakka þær.Nú er hafin ný fjáröflun, seldar eru Hive háhraðanettengingar og mun það vera arðbærasta fjáröflunin hingað til. En þá sagði ég "hingað og ekki lengra". Ekki meira prang.
|