Hljómsveitir
Red Hot Chili Peppers er vinsæl þessa dagana í spilaranum. En það sem er vinsælast af öllu er auðvitað kasettan með The Who. Hún er alltaf í botni þegar ég rúlla um strætin í fjölskylduvagninum. Lög á borð við Pinball Wizard, I'm Free, Baba O'Reilly, My Generation, Substitude, Pictures of Lily og auðvitað Behind Blue Eyes sem the Who ná bara næstum jafnfagmannlega og meistararnir í Limp Bizkit (er gaurinn ekki að fokkin grínast? Limp Bizkit? Jú, þetta var grín)Mugabe var einmitt líka að hlusta á The Who um daginn í heyrnatólunum sínum. Hann reyndi að halda pókerfeisi allan tímann út af því að hann er virðulegur embættismaður. Hann þurfti að rembast til þess, hann rembdist svo mikið að hann varð eldrauður í framan og augun bara ætluðu út úr hausnum. Eitthvað varð að láta undan og áður en hann vissi af hafði glottið hríslast fram á andlitið eins og sést á myndinni, þetta var bara svo rosalega skemmtilegt og hann hummaði með "I'm free, Iiiii'm free...". Glottið var frosið á andlitinu á Mugabe lengi lengi, þegar hann allt í einu mundi að hann var einræðisherra. Þá fór hann aftur út að ráðskast með þegna sína.
|