Tækniframfarir
Í nýjasta Bónus-bæklingnum er auglýst þráðlaus fjarstýring.Djöfull er tæknin orðin geggjuð. Þessar fjarstýringar voru alltaf með leiðslum í mínu ungdæmi sem flæktust fyrir.
SJÓNVARPSMARKAÐURINN:
"Hver kannast ekki við þetta vandamál?: Maður er að flakka milli stöðva á sjónvarpinu með fjarstýringunni, svo koma krakkarnir hlaupandi fram hjá og detta um andskotans leiðslurnar og maður þurfti að vera að dröslast með þau á slysadeildina vikulega...Nú er þetta vandamál úr sögunni með nýju byltingarkenndu ÞRÁÐLAUSU FJARSTÝRINGUNNI. Krakkarnir geta hlaupið glaðir framhjá sjónvarpinu án þess að detta um leiðslur og stórslasa sig"
Krakkarnir brosandi í myndavélina: "Allt þráðlaust. Takk pabbi!"
|