Af kennurum
Heyrðu, það er nú bara ekkert annað en það að Haukur Sveinsson íþróttakennari, sem nú er í ársleyfi, var í tíufréttum Sjónvarpsins nú rétt í þessu þar sem hann var að kaupa bensín hjá Atlantsolíu. Sagðist hann alltaf kaupa sitt bensín þar en að í dag væri sérstök ástæða til þess, en hin olíufélögin voru öll að hækka verð á bensínlítra um þrjár krónur.Hróbjartur sögukennari var aldeilis í stuði í dag og gabbaði fjóra nemendur í tilefni 1. apríl. Sagði hann nemendunum, grafalvarlegur, að þeir ættu að fara upp til rektors. Einum sagði hann að það væri vegna skjávarpa, öðrum að ástæðan væri slæleg mæting, en síðustu tveim gaf hann enga ástæðu. Allir nemendurnir trúðu þessu og hlupu apríl eins og það er stundum kallað.
|