Allt í einu man ég eftir einni sögu sem ég hef ósjaldan heyrt frá foreldrum mínum, frá því þegar þau stunduðu nám í Kaupmannahöfn. Ég mundi eftir þessu af því að Frikki var að skrifa um fimmtán ára drengpjakk sem var iðinn við að stela.
Sagan er á þá leið að einhver vinur foreldra minna fór á hverjum degi á Aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn á hjólinu sínu. Þaðan tók hann síðan lest til vinnu sinnar. Hann skildi nestispakka alltaf eftir á bögglaberanum á hjólinu áður en hann fór með lestinni. Nema hvað, alltaf þegar hann kom til baka var búið að stela nestispakkanum. Einn daginn, þegar hann var orðinn mjög þreyttur á þessu, skeit hann í pakka og skildi eftir á bögglaberanum. Viti menn, helvítis þjófurinn hafði síðan stolið kúknum í pakkanum þegar maðurinn kom til baka. Ekki er vitað hvort þjófurinn hefur gætt sér á rjúkandi hægðunum eða ekki, eins og hann hafði hámað í sig nestið á hverjum degi.
Svakaleg saga. Fertugrahúmor?
laugardagur, 17. apríl 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|