miðvikudagur, 7. apríl 2004

Páskaleyfi

Já, það stendur yfir núna. Gesthús Dúna? Taktu með frúna.

Að öðru.

Nú er rigning úti og ég er búinn að vera að læra efnafræði undanfarna daga. Þá spyr maður sig:
Fyrst öll efni varðveitast, hvar eru þá öll efnin í börnum framtíðarinnar núna? Þar sem við erum að mestum hluta vatn hljóta þau að vera að mestum hluta í vatnsformi. Sumir dropar í rigningunni eru þá ekkert nema partur úr framtíðarbarni, því einhversstaðar verða þau að vera. Svo byrjar líf þeirra og endar. Þá verða þau vatnsdropar aftur.

Megas?

Fullt af hljómsveitum hefur boðað komu sína til Íslands. Er markaður fyrir þessu öllu? Fer sami maðurinn á Suga Babes og á Metallica?