Þá sleppi ég þessu bara
Nú er megavika svokölluð á Dominos. Fólk gleypir alveg rosalega við slíkum gylliboðum. Þá er örtröð á útibúum keðjunnar um alla borg. Ég fékk mér svona pizzu áðan. Það var röð út úr dyrum. Allt í einu kemur karl inn, fer fram fyrir röðina og segir: "Góða kvöldið". Afgreiðslustúlkan svaraði kurteislega: "Þú verður að fara aftast í röðina". Þá sagði karlinn "En ég er að sækja". Afgreiðslustúlkan svaraði "Já, þeir sem eru að sækja þurfa líka að fara í röðina". Karlinn sagði þá stuttaralega: "Nú, þá sleppi ég þessu bara" og fór síðan út í fússi. Þetta var spurning um fimm mínútna bið. En sumir eru yfir það hafnir að bíða í röðum. Miðað við hvernig þessi karl lét mætti halda að afgreiðslustúlkan hefði gert honum eitthvað, kannski kúkað í garðinn hans eða sprengt dekk á bílnum hans. Svona fýlupokar eru ótrúlega algengir.
|