Magnaður kennari
Stundum fær maður ótrúlega magnaða kennara. Ég er núna með þýskan kennara sem kennir mér raungrein. Í fyrsta tímanum hló bekkurinn meira og minna allan tímann. Umræddur kennnari er alltaf með sólheimabrosið fræga og baðar út öllum öngum til að útrskýra. Hún sagði okkur að henni þætti rosalega gaman að hoppa. Rosalegast var samt þegar einn nemandinn rétti upp hönd og kennarinn valhoppaði skælbrosandi til hans. Þegar kennarar eru furðulegir fylgist maður mun betur með. "Hvað kemur næst?" spyr maður sig. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvernig þessi kennari er þegar hann fer yfir próf; kannski búinn að fara yfir slatta og segir síðan "brúmm ég er flugvél!" og ljómar upp.En það eru líka til kennarar sem eru svo leiðinlegir að vonlaust er að fylgjast með vegna þess að hugsunin "æi þegiðu" kemur upp í kollinn við hverja setningu sem kennarinn segir.
|