fimmtudagur, 2. september 2004

Vesturbæjarpakk

Hér í MR er Vesturbæjarpakk meirihluti nemenda. Fólk getur verið ágætt þótt það sé úr Vesturbæ en er samt alltaf Vesturbæjarpakk. Helvítis snobbað lið sem hefur aldrei séð út fyrir Vesturbæinn og sötrar rauðvín í fína heimsborgarahúsinu sínu. En bíðum nú við, nú er ég allt í einu fluttur í Vesturbæ og þar með orðinn hluti af þessu. Fékk litlu um það ráðið. Það var KR límmiði í glugganum á herberginu mínu. Ég reif hann af. Hvað er verra en KR? KR-ingar eru samansafn fífla sem allir hata nema þeir sjálfir. Hafa oft reynt að kaupa titla (kaupa stjörnur), í stað þess að vinna á liðsheildinni. Aldrei mun ég halda með KR þrátt fyrir að vera kominn á þetta svæði. Svo er til fólk sem heldur bæði með KR og Manchester United. Sjitt.

Nóg af úthúðun.

Eitt í lokin. Ég fór um daginn og sá leik Fram og KR. Sá KR tapa 1-0 og það var yndislegt.