laugardagur, 9. október 2004

Mamma er ekki heima

Nú er móðir mín í Brandararíkjunum. Það þýðir:
-skilja má eftir diska og önnur matarílát á víð og dreif um húsið.
-ekki þarf að taka til í herbergi.
-skítuga sokka má skilja eftir við ísskápinn eða sjónvarpið. Reyndar hvar sem er.
-ég get verið úti í tvo daga eða eitthvað án þess að koma heim á milli og fá ræðuna um björgunarsveitina eða að áhyggjufull móðir hringi sí og æ.
-Ótakamarkaður aðgangur að bíldruslunni.
-Ekki þarf að setja föt í þvott
-Ekki þarf að henda rusli í ruslið.

Gallinn er sá að ég þarf að laga allt til áður en hún kemur heim aftur svo allt sé slétt og fellt.