Talsettar sjampóauglýsingar
Talsettar sjampóauglýsingar er eitt áhugaverðasta sjónvarpsefni sem um getur. Oftast eru tvær konur sýndar spjalla saman. Umræðuefnið er að sjálfsögðu sjampó. Virðast alltaf óendanlega glærar, sérstaklega í talsettum útgáfum þar sem varirnar hreyfast ekki í réttu samhengi við orðin. "Varstu að lita hárið?" "Nei, ég litaði fyrir fjórum vikum" "ó, þá hlýtur það að vera kjóllinn". "Flott hár, glansandi og engir klofnir endar?" "Nei með nýja loreal er ég laus við klofna enda"Sjampó er umræðuefni sem ætti að taka upp á öllum betri vinnustöðum og elliheimilum. Hvet fólk til að fylgjast með klofnum endum og nefna það ef það tekur eftir slíku við viðkomandi.
Eru svona sjampókonur til í alvöru? Maður spyr sig. Er þetta umræðuefni til annars staðar en í auglýsingum? Hvert er heimurinn þá að fara?
|