Radiohead er ótrúlega vinsæl hljómsveit. Platan Hail To the Thief þykir ægilega frábær og fersk og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hrífst ekki sérstaklega af þeirri plötu sem margir segja að sé þeirra besta. Oft og mörgum sinnum hef ég sett þessa plötu í tækið og reynt að heyra hvað það er sem hrífur fólk svona ofboðslega við þessa hljómsveit. Ég hef ekki heyrt það ennþá. Á plötunni eru reyndar þrjú eða fjögur ágæt lög. Meginþorrinn af þessu finnst mér hins vegar bara vera gaul og væl. Ég viðurkenni fúslega að nokkuð er varið í sum eldri lög sveitarinnar.
Thom Yorke er söngvari sveitarinnar, letilegur vælukjói sem hefur meikað það. Fyrir hvað? Fyrir að gaula um eigin eymd? Sjálfsvorkunn og volæði? Þetta er maður sem lítur út fyrir að baða sig í þunglyndislyfjum. Hann virðist hafa byrjað að söngla um eymdina, verður síðan frægur og hugsar þá: "ég get svosum haldið áfram fyrst þetta er vinsælt" og haldið áfram svona með hálfum hug. Svo hefur þetta bara slegið svo rækilega í gegn að hann getur ekki hætt.
Papar eru frábærir, Interpol eru frábærir, Creedence Clearwater eru frábærir en hvernig sem ég reyni heyri ég ekki þetta ofsalega yndislega og frábæra við Radiohead.
laugardagur, 9. október 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|