Klúður í pontu
Gaman að rifja upp atburð úr minni fyrstu ræðukeppni, sem var í fyrra:Andstæðingarnir höfðu sagt samhengislaust bull í sínum ræðum, gjörsamlega ótengt umræðuefninu. Ég hafði mína punkta á blaði sem ég ætlaði að tala út frá (sem mistókst herfilega og ég las bara punktana og síðan voru þagnir á milli). Andstæðingarnir töluðu um hamstrafjölskyldu í Breiðholti og gíraffa og e-ð en umræðuefnið var mömmur. Ég hugsaði upp svar við bulli andstæðinganna en þegar komið var upp í pontu mundi ég ekert hvað það var. Útkoman var:
"Þeir hafa ruglað tóma steypu í dag, hamstrafjölskylda og gíraffar o.fl. vafasamt og.............ég hef bara ekkert svar við þessu"
Þetta orsakaði að salurinn sprakk úr hlátri. Uss.
|