Maus í Austurbæ, Kopps og Mors Elling
Fór á bestu tónleika sem ég hef farið á um daginn, útgáfutónleika Maus í Austurbæ. Tóku sín vinsælustu lög og meira til. Upphitunaratriðið var reyndar hörmung. Trúbadorinn Þórir steig á stokk. Hann var stressaður og söng ótrúlega illa og leiðinlega, en gat svosum glamrað á gítarinn. Eftir tvö eða þrjú lög sagði hann hve mikill heiður þetta væri fyrir hann, að hita upp fyrir Maus, eitt af stærstu og bestu böndum landsins því hann væri "bara einhver aumingi út í bæ". Hann hefði ekki getað náð betur því sem áhorfendur hugsuðu og uppskar hlátur. Maus voru frábærir og hljóðkerfið gott. Nýju lögin lofa góðu og órafmagnaði kaflinn var mjög góður. Innslög Bigga milli laga lögðust vel í lýðinn.Einkunn: 9,87.
Kopps er sænsk gamanmynd sem hefur fengið góða dóma og er sýnd á norrænum kvikmyndadögum í Háskólabíói, sem lýkur á mánudagskvöld. Fjallar um löggur í sænsku Fáskrúðsfirði sem taka til sinna ráða þegar á að loka stöðinni þeirra út af 0% glæpatíðni á svæðinu. Frá Fares Fares sem gerði Jalla! Jalla! Mjög góð.
Einkunn: 9,0.
Mors Elling er sjálfstætt framhald Elling og fjallar um för hins léttþroskahefta Ellings með móður sinni til Spánar. Stórkemmtileg.
Einkunn: 8,91.
Nákvæmt.
|