þriðjudagur, 30. ágúst 2005

BANZAI!

Horfði á DVD diskinn Best of Banzai í gærkvöldi. Misjöfn voru veðmálin að gæðum. Það besta var að sjálfsögðu Mr. Handshake Man sem þótti svo gaman að heilsa frægu fólki með handabandi og láta handabandið vara sem lengst. Svo kom að því að allir voru farnir að þekkja Mr. Handshake Man og forðuðust hann en þá voru Banzai menn með ómótstæðilegt tromp uppi í erminni, Mr Handshake Man 2! Nýr kappi settur í hlutverkið sem beitti annarri tækni. Verulega ólgandi atriði þar á ferð. Lady One Question var einnig eitursnjöll. Þið getið keypt ykkur Best of Banzai í Kaupmannahöfn fyrir 20 kr. danskar. Það er ekki neitt. Það er næstum því gefið. Munar að vísu 20 kr. en engu að síður, 20 kr. er ekki neitt.

Áðan keypti ég mér pilsner í sjoppu og drakk. Djöfull er steikt að selja pilsner í sjoppu. Hver fer í sjoppu og kaupir pilsner? Með þessa spurningu í huga gæddi ég mér á gullnum drykknum.