fimmtudagur, 12. janúar 2006

Góð blanda

Alltaf gaman að því þegar menn deila um smekk. Það er yndislega heimskulegt. Maður heyrir suma segja að jólablandan sjálf, malt & appelsín, sé vond. Jafnvel ganga sumir svo langt að segja að hangiket og uppstúf sé vont. Þeir hinir sömu eru ósköp einfaldlega með þroskahefta bragðlauka. Hamborgarhryggur er hins vega glataður og eitthvað sem dæmigerðir vitlausir íslendingar sem þekkja ekki annað, fá sér á jólum. Rjúpa er of þurr, auk þess sem það er ótrúlega lystarminnkandi að bryðja á einhverjum andskotans höglum sem hafa orðið eftir síðan rjúpan var skotin. Góðir valkostir í jólamatinn:
1. Önd
2. Hreindýr
3. fl.

En hvað um það. Malt er ekki bara góð blanda með appelsíni, heldur eiga Egils malt og Lakkrís dúndur frá Góu alveg fáránlega vel saman. Þau vega hvort annað upp og ná saman einstöku ofurbragði. Lakkrís dúndur er alls ekki spes eitt og sér en með maltinu, uss - rosalegt. Malt í gleri eitt og sér er þó fínt. Þegar ég var lítill fannst mér malt lélegt eitt og sér en það var bara vegna þess hve lítill og heimskur ég var auk þess sem ég hafði óþroskaða bragðlauka. Þó lét ég mig alltaf hafa það að sötra maltið ef ekkert annað gos var til. Það var sykur í því og krökkunum þykir gott að fá sykur í malla. Þau bryðja sykurinn og segja "ÁMM". En svo koma Karíus og Baktus og það er ekki gaman.

Ætla að hætta núna áður en þetta þróast út í enn meiri geðveiki.