fimmtudagur, 27. júlí 2006

Harmur

Harmur minn er á háu stigi núna. Belle & Sebastian eru sennilega í fullu fjöri á Nasa meðan þetta er ritað.

Ég reyni að hugga mig við að hlusta á disk þeirra á meðan, Dear Catastrophe Waitress. Einnig hef ég fundið huggun í fimm kílógrömmum af sætindum og gosi. Nú sit ég ég hérna skælandi með súkkalaði atað yfir munnvikin og tónlistina í botni.

Nei, gott og vel, síðasti hlutinn var ekki sannleikanum samkvæmt. Ég er ekki veikgeðja offitusjúklingur svo ég finn ekki huggun í sætindaáti á slíkum stundum. Ég ætti kannski að þakka þeim feðgum Guði og Jesúsi fyrir það. Nei, maður veit ekki.