Punktar
Síðasta vika:- Fótboltamót Kirkjugarðanna. Töpuðum öllum leikjunum þremur, skoruðum eitt mark. Vorum þrátt fyrir þetta betra liðið í öllum leikjunum, vantaði markaskorara og betra skipulag.
- Grilldagur í Hólavallagarði á föstudaginn. Kjöt og pylsur grillaðar. Fólk át á sig gat. Engin vinna eftir hádegi. Sólbruni.
Framundan í ágúst:
- Verslunarmannahelgi: Ferð norður í Lón að hitta afa og ættingja. Tónleikar með Sigurrós í Ásbyrgi. Ég er ekki aðdáandi eins og fram hefur komið áður, en þetta þarf ég að sjá. Hljómburður frábær í Ásbyrgi og stemming verður líklega í hámarki.
- 11. - 13. ágúst: Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta. Bandýmannafélagið Viktor sendir lið til keppni. Drulla verður vaðin upp að hnjám og við það blandast knattspyrna. Verður fróðlegt.
- 24. - 30. ágúst: Danmerkurferð. Nánari dagskrá auglýst síðar.
|