Zidane-atvik, nýjustu upplýsingar
Samkvæmt nokkrum heimildum mun atburðarásin í grófum dráttum hafa verið þessi í úrslitum í gær:- Materazzi tekur um Zidane og heldur honum traustataki. Materazzi klípur í geirvörtu Zidane.
- Zidane blótar Materazzi fyrir uppátækið. Materazzi svarar með fúkyrðum, lítilsvirðir móður Zidane og kallar hann síðan "dirty terrorist" (foreldrar Zidane eru frá Alsír).
- Zidane bálreiðist, gengur til baka að Materazzi og stangar hann niður.
- Dómari gefur Zidane rauða spjaldið eftir nokkra reikistefnu.
Niðurstaða: Zidane lét heimskingja æsa sig upp og missti stjórn á skapinu. Marco Materazzi á skilið a.m.k. nokkurra leikja bann. Zidane er hættur svo hans bann skiptir ekki máli.
UPPFÆRT:
Materazzi neitar að tjá sig um hvað hann hafi sagt. Neitar að hafa sagt "dirty terrorist" og segist vera fávís og ekki einu sinni vita hvað terrorist þýðir. Nú fást tvö tilvik:
TILVIK 1:
Materazzi veit ekki hvað "terrorist" þýðir. Niðurstaða: Materazzi er illa gefinn hálfviti.
TILVIK 2:
Materazzi veit hvað "terrorist" þýðir en lýgur því að hann viti það ekki í skjóli eigin fáfræði. Niðurstaða: Materazzi er illa gefinn hálfviti.
Nú gefa bæði tilvikin sömu niðurstöðu svo við höfum sannað að Materazzi er hálfviti. Q.e.d.
|