Spaugstofan fær uppreisn æru
Um daginn minntist ég á að síðasti þáttur af Spaugstofunni hefði verið óvenjugóður. Þátturinn í kvöld var afbragð, sá besti í mörg ár. Næstum öll atriðin voru fyndin og eins og alþjóð veit er það ekki daglegt brauð á þeim bænum. Engir fúlir Halldórs Ásgrímssonar-brandarar og samsærisgaurinn (leikinn af Erni) fékk bara örstutt klipp í lokin sem var ekki sérstaklega truflandi fyrir þáttinn í heild.Þeir voru ótrúlega beittir, blönduðu saman málefnum líðandi stundar og öðru í glæsilegri fléttu. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir halda dampi eða hvort þetta þynnist út og verður sama gamla.
|