fimmtudagur, 9. október 2003

Fullt af sjónvarpsstöðvum á Íslandi

Voru Norðurljós ekki að skera niður og segja upp fólki fyrir mjög stuttu? Núna eru þeir bara að fara að skella upp nýrri sjónvarpsstöð eins og ekkert sé sjálfsagðara. Stöð 3 er nýja trompið frá fyrirtækinu. Svo er nýbúið að hefja útsendingar á Skjá 2. Stöð 3 verður grínstöð, einhver grínarinn hefur uppgötvað að það vantaði grínstöð á Íslandi. Skjár 2 tekur "bestu" þættina af Skjá Einum og sýnir: Will & Grace og eitthvað í bland við "sígildar og góðar" kvikmyndir. Gott að þeir fá ekki talsettan Malcolm In The Middle. Þá get ég haldið ró minni. Fíflagangur? Já. Hver á að kaupa þessar stöðvar? Veit það ekki.

Um daginn horfði ég á Joyce Meyer á Omega í mótmælaskini. Þannig mótmælti ég nýjum stöðvum.