þriðjudagur, 3. ágúst 2004

Nokkur atriði sem njóta sívaxandi vinsælda


1. Langar sögur með engu "punchline". Allir hafa gaman að því að vera komið á óvart (hvort sem það er á neikvæðan eða jákvæðan hátt). Að segja fólki fimm til tíu mínútna sögu þar sem það er farið að búast við rosalegu "punchline" en svo kemur ekkert er mjög
vinsælt þessa dagana.

2. Bara punchline. Margir eru svo uppteknir nú á tímum. Fólk hefur engan tíma til að hlusta á aðra segja langar sögur. Þá er sívinsælt að segja bara "punchline". T.d.:
"...heyrðu, svo var þetta bara frænka mín"
"svo endaði kvikindið bara í hakkavélinni"
Getur ekki klikkað. Þá geta hlustendurnir sjálfir sett það sem þeir vilja í eyðuna framan við.

3. Að segja hluti í óspurðum fréttum. Helst að segja e-ð í óspurðum fréttum (eina setningu) og fara svo og gefa viðmælanda ekki færi á að svara. Nokkrar gullnar setningar til að segja í óspurðum fréttum:
"Ég var bara með kleinur í gær!"
"Ég gat ekki lært heima því hamsturinn minn dó í gær"
"Ömmubróðir minn er með þvagteppu".

4. Að tala um hluti sem allir eru sammála um eða allir vita. Mér finnst stórskemmtilegt að heyra fólk tala um slíkt og undra mig alltaf á hve mikið er hægt að ræða um slíka hluti. Eitthvað svona:
"Æ, hvað það er nú yndislegt þegar sumar er og gott veður. Það er nú ólíkt skemmtilegra en í öllum snjónum á veturna" "Já, satt segirðu, það er svo skemmtilegt að geta bara grillað úti svona á sumrin í góðu veðri og borða með fjölskyldu eða vinum" og "Þetta var nú öðru vísi hérna í gamla daga, þá voru engar tölvur...blablabla" o.s.frv.