Tvöfalt líf Óla Palla
Óli Palli á Rás 2 er útvarpsmaður sem flestum ætti að vera kunnugur. Almennt er hann vel liðinn og veit mikið um tónlist. Hann tekur oft viðtöl við þekkta tónlistarmenn. Þeir eru færri sem vita að Óli Palli þessi vinnur hjá Gatnamálastjóra í Breiðholti og það fulla vinnu. Sumum kann að þykja þetta skjóta skökku við en svona er þetta. Hvernig hefur hann þá tíma til að vera í útvarpinu? Ég held að hann sé einfaldlega þúsundþjalasmiður. Það er mögulegt að moka, helluleggja eða malbika og tala í útvarpið um leið. Tækni nútímans, t.d. handfrjáls búnaður gerir það kleyft. Gæti trúað því að þegar fólk heldur að Óli Palli sé að taka viðtöl við Mick Jagger eða slíkt sé hann bara að tala við einhvern karlanna á stöðinni á ensku. Kannski Örn eða Skúla. Það er spurning.Kannski er þetta ekkert Óli Palli þarna á bækistöðinni. En ef svo er ekki á Óli Palli tvífara hjá Gatnamálstjóra. Þeir gætu verið eineggja tvíburar.
|