Gagnrýni: Voksne Mennesker
Önnur mynd Dags Kára nefnist Voksne Mennesker og fer fram í Danmörku, á dönsku. Myndin er býsna keimlík fyrri mynd Dags, Nóa albínóa. Hún er hæg og fjallar um óttalega latan aula og slugsa sem er utanveltu í samfélaginu. Hann hefur ekki fasta vinnu en tekur nokkur smáverk að sér sem verktaki. Besti vinur mannsins er feitur, latur og vitlaus og langar að verða knattspyrnudómari. Myndin er býsna fyndin en fær mínus fyrir kafla sem þjóna litlum tilgangi og teygja því lopann. Nokkrir kaflar með "ofurlistrænum" hljóðfæraleik mættu fjúka. Myndin væri betri án þeirra.Einkunn: 7,78.
|