Skítverkin
Það má segja að maður hafi verið ráðinn í skítverkin í sumar. Þegar képpinn var að slá áðan með orfinu, sló hann í hundaskít. Hundaskíturinn var ljós yfirlitum og gott ef hann var ekki moðvolgur líka. Þegar orfið fór á kaf í skítinn þeyttist hann um víðan völl. Orfameistarinn taldi sig þó hafa sloppið en svo var alls ekki. Fljótlega fór að bera á skítafýlu og þegar betur var að gáð voru skítaflygsur á andlitshlífinni. Þá þurfti að henda henni í bað. Þetta undirstrikar það að hundar eiga ekki heima í borg heldur í sveit.Svo virðist sem engin virðing sé borin fyrir þessum stað því dópistar safnast stundum þar saman og skilja eftir sig bæði sprautur og bognar gosflöskur. Þetta pakk ætti að finna sér annan stað til iðju sinnar og þrífa eftir sig því það er ekki hressandi að finna þetta á leiðunum.
|