Dimissio
Á föstudaginn var dimmitering í skólanum. 6.U mætti íklæddur eins og John Travolta, Olivia Newton John og félagar í Grease. Frekar verslólegt þema en einhver verður að taka það. Bjóst alveg eins við að okkar búningar yrðu glataðastir en það var langt frá því, einn bekkurinn mætti t.d. sem fótboltamenn. Óþarfi að minnast nokkuð frekar á það. Diskónegrarnir voru langflottustu búningarnir að þessu sinni en hljómsveitin Kiss var einnig nokkuð öflugt þema.Dagurinn var mjög skemmtilegur þótt 6.U hafi án vafa verið óvinsælastur á Pizza Hut með glymskrattann í botni allan tímann. Svo var farið í Kringluna og keypt áfengi og trallað. Kona í Bónus hélt að ég, Jósep og Gummi værum geðveikir eða hefðum lent í einhvers konar tímavarpi vegna þess hve fávitalegir við vorum með brilljantín í hári og í T-birds leðurjökkum.
Fórum í keilu þar sem ég náði 152 stigum á yfirnáttúrulegan hátt. Svolgruðum bjórinn í okkur í keiluhöllinni í tvo tíma en þá kom starfsmaður og tilkynnti okkur að áfengi væri bannað í húsinu. Hann leyfði okkur að klára úr dósunum sem við vorum að drekka úr en tók síðan birgðirnar til vörslu í afgreiðslunni.
Um kvöldið var partý þar sem Hildí átti tilkynningu kvöldsins. Eftir partýið var farið á Prikið.
Íris sýndi þá miklu snilld að festa síðasta skóladaginn og dimissio á filmu og hér eru nokkrar rosalegar myndir:
DIMISSIO:
Bekkurinn krýnir Helga Ingólfs upplýtan einvald við hátíðlega athöfn
Bekkjarsystur í skærbleikum jökkum svo fólk fékk ofbirtu í augun
Bekkjarmynd.
Diskónegrar
Súrrealísk stemming í Kringlunni.
SÍÐASTI SKÓLADAGURINN:
Ég og Jósep að fara yfir fjárhagsáætlun 2007, eða eitthvað
Inspector fékk að valsa um með veldissprotann í tilefni dagsins.
Mynd ársins. Jósep að taka við verðlaunum fyrir fúlasta aulabrandara vetrarins frá Mörtu.
|