fimmtudagur, 6. apríl 2006

Síðasti skóladagur

-Í dag var síðasti skóladagur.

-Sumir voru aðeins of mikið að velta sér upp úr: "Krakkar! Þetta eru síðasta hádegishléð okkar í MR!" og "Krakkar! Þetta er síðasti líffræðitíminn okkar í MR!" og síðasta hitt, siðasta þetta bleble.

-Litum inn í Hallann til Möggu, sem gaukaði ekki að okkur neinum klámbrandara í þetta skiptið, undantekningin sem sannar regluna.

-Í hádegishlénu fórum við á kaffihús og ég drakk þrjá kaffibolla, sem þýðir að ég get illa sofnað í nótt.

-Marta var að sjálfsögðu með glens og grín í síðasta líffræðitímanum, enda það aðalsmerki hennar. Hún veitti Huldu og Örnu litabækur í verðlaun fyrir framúrskarandi litanotkun á líffræðiskýrslum. Jósep fékk síðan páskaegg í verðlaun fyrir fúlasta aulabrandara vetrarins. Innt eftir því hvaða aulabrandari það hefði verið, vissi Marta ekkert því þeir höfðu verið svo margir.

-Síðasti tíminn var félagsfræði og hafði Helga bakað mikla sykurköku sem hún fóðraði okkur á og flutt voru hópverkefni um fjarlæg lönd.

-Útgjöld 6.bekkjar-nemenda eru mjög óeðlilega mikil. Alltaf þegar fólk heldur að nú hljóti þetta að vera búið bíða ný útgjöld við hornið: það nýjasta var: að redda öllu í dimissiobúning (15.000 kr.), dimissio-hlaðborð á pizzahut (1000 kr.) og fullt af allskonar helvítis kjaftæði.

-Ég fór í bankaleiðangur með Jósepa og uppskar vel úr orlofssjóði síðasta sumars. Einhver gamall göltur sem beið eftir afgreiðslu í KB-banka, sagði við mig: "HALLÓ!" Ég svaraði: "Já". Gamli: "Nú, hva, ert þú ekki varðmaður hérna?" Ég: "Nei, ég er ekki varðmaður hérna?" Mig langaði að spyrja hvort hann væri ekki "hálfviti hérna" en sleppti því.

---
UPPFÆRT: Ég skrifaði óvart globber.com í stað blogger.com áðan og komst að því að globber er til.