Göng og þjóðarsátt
Nú er slagurinn fyrir borgarstjórnarkosningar hafinn. Framsóknarflokkurinn er ferskarstur af öllum að sjálfsögðu með Björn Inga gleiðbrosandi í auglýsingum sem auglýsa æðislega stefnu:Þeir ætla að bora í sundur Öskjuhlíðina. Síðan má nota jarðveginn sem fæst úr því í landfyllingu úti á Skerjafirði og þangað á flugvöllurinn síðan að fara og þjóðarsátt verður um það.
Af hverju datt engum þetta í hug fyrr? Þetta er svo æðislegt. Þetta unga fólk í Framsóknarflokknum veit svo sannarlega hvað er borgarbúum fyrir bestu.

Hver vill ekki fá þetta fólk í ábyrgðarstöður?
Framtíðin (að því gefnu að Framsóknarflokkurinn verði kosinn til að stjórna borginni) lítur þá svona út:
1. Gat borað á Öskjuhlíð.
2. Jarðvegurinn fluttur út á sjó.
3. Þjóðin sátt.

Sátt þjóð
|