laugardagur, 27. maí 2006

Kjördagur

Frænka mín gaf ekkert upp um hvern hún kysi fyrr en of seint. Eftir að hún kom af kjörstað tilkynnti hún að hún hefði kosið exbé. Ég á sjálfur eftir að kjósa og nú er eins gott að nýta atkvæðisréttinn til að vega upp á móti atkvæði frænku.

Annars eiga allir sem vettlingi geta valdið að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og greiða atkvæði, nema laumuframsóknarmenn, og aðrir framsóknarmenn. Það er ansi mikilvægt að þeir nái engum manni inn.