Stund sannleikans
Í kvöld klukkan 23:07 upplifði ég stund sannleikans. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að prófum væri lokið fyrr en þá. Í gær var að vísu fagnaður og fólk dansaði og söng og skálaði. En samt tengdi ég ekkert af þessu við próflok. Þokunni sem hafði legið á mér í prófunum var ekki létt. Þótt ég vaknaði ekki fyrr en um tvöleytið í dag og slæptist allan daginn tókst mér ekki að tengja það á nokkurn hátt við próflok.Það var ekki fyrr en í kvöld klukkan 23:07 sem stund sannleikans rann upp; "Hei, hva...læra?...ha?...nei, þarf ekki að læra". Með þessari hugsun tókst mér að tengja, prófin eru búinn. Ég rak um fagnaðaróp.
|