fimmtudagur, 11. maí 2006

Silvía

Silvía Nótt mætti ekki á auglýsta samkomu á Esso í gær. Margir foreldrar voru mættir með börn sín til að hitta goðið. Silvía mætti ekki og börnin urðu vonsvikin og foreldrarnir bálreiðir. Hvað á það að þýða að börnin fái ekki að hitta fyrirmynd sína?!

Nú á Silvía að vera ádeila, grín að bandarískum áhrifum í íslensku samfélagi og gelgjustælum sem tröllríða jafnvel fólki yfir tvítugt. Enn fremur ádeila á stjörnudýrkun og vitleysu. Eða svo er mér sagt.

Skilja börn þetta sem ádeilu eða líta þau á Silvíu sem fyrirmynd?

Silvía, frábær fyrirmynd fyrir börn. "Mamma, ég vil vera klædd eins og Silvía" (þ.e. eins og dræsa). Sniðugt. Minnir óneitanlega á myndasögu Hugleiks þar sem litla stelpan tilkynnir pabba sínum að hún ætli að verða hóra þegar hún verður stór og hann segir bara: "Takk Popptíví".