sunnudagur, 7. maí 2006

Lærdómur

Í dag er ég búinn að hesthúsa kafla 15-18 í Inquiry into Life og alveg búinn í hausnum. Í gær torgaði ég 28. og 11. - 14.kafla. Á morgun er stefnan sett á kafla 19-21 og glósurnar úr 29-31. Djöfulsins sturlun.

Síðan ætla ég að búa til flettispjöld á morgun með atriðum sem erfitt er að muna (virkni vítamína, Hardy-Weinberg, mótefni o.fl.).

Þetta var ekki áhugverð færsla en þó lýsandi fyrir síðustu tvo daga.