S-Kórea
Ég fíla Suður -Kóreska landsliðið í botn. Þeir höfðu jafntefli gegn Frökkum í kvöld. Gaman var að sjá hinn samhenta her Kóreumanna spila, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig virkar það. Best af öllu hefði verið ef þeir hefðu skorað úr auaspyrnunni í lokin og sent Frakka heim.Franska landsliðið er hins vegar aumkunarvert. Vanmatið, kæruleysið og sauðshátturinn í stöðunni 1-0 var með ólíkindum. Svo fékk Patrick Viera boltann inn í teig, var einn á auðum sjó en skaut lengst yfir. Zidane varð pirraður á mótlæti og hrinti Kóreumanni.
Niðurstaða: Burt með skíta-Frakka úr keppninni sem fyrst. Ekki meira af metnaðarleysi og vanmati. Ekki fleiri tilraunir til að lifa á fornri frægð. Áfram Suður-Kórea.
|