Fjölmiðill sem ég get lært af
Sígildur liður í Gallup könnunum er að spyrja "Hvaða fjölmiðiller þér mest að skapi?" og "Hvaða fjölmiðli getur þú lært af?". Ég hef alltaf átt erfitt með að átta mig á síðarnefndu spurningunni. Hvernig lærir maður af fjölmiðlum? Hvað lærir maður af fjölmiðlum?
Dæmisaga 1:
Dísa og Jónas sitja að snæðingi á heimili Jónasar.
Dísa: "Rosalega ertu settlegur hérna við matborðið"
Jónas: "Já, ég þakka Morgunblaðinu og engu öðru fyrir það. Í Morgunblaðinu lærði ég góða borðsiði."
Dæmisaga 2:
Fjóla sér Daníel, þriggja ára son sinn, með blað og blýant á eldhúsgólfinu að skrifa ritgerð.
Fjóla: "Daníel minn, hvar lærðir þú að draga til stafs?"
Daníel: "Nú...í Fréttablaðinu auðvitað"
Það var fyrst í morgun sem ég áttaði mig á að hægt væri að læra af fjölmiðlum. Ég las nefnilega í Fréttablaðinu að maður sem kallar sig Gilzenegger hefði gaman að því að fara í bíó á sunnudögum. Þetta vissi ég ekki fyrir. Svona lærir maður eitthvað nýtt á hverjum degi með Fréttablaðinu.
Ég vænti þess að lesendur hafi lært margt um sjálfa sig við lestur þessarar færslu og auðvitað að þeir hafi lært sitthvað um gang himintungla.
|