sunnudagur, 18. september 2005

Göngur

Göngurnar í þetta skiptið urðu að hálfgerðum ógöngum. Rollur létu illa að stjórn og hlupu gjarnan til austurs eða vesturs í stað þess að fara í norður. Tvö lömb fóru reyndar norður og niður þegar þau stukku ofan í gjár og enduðu þar með líf sitt. Jörðin gleypti þau og ekki tókst að hífa þau upp aftur þar sem þau láu dauð á 20 m dýpi. Þess ber að geta að svæðið er jarðskjálftasvæði svo gjár eru út um allt. Ég var nokkrum sinnum nálægt því að falla niður í gjá en það slapp fyrir horn. Hvassviðri var mikið og hefur það sjálfsagt ruglað sauðina í ríminu. Komið var að réttinni á Fjöllum kl. rúmlega fjögur en við kjöraðstæður hefði það verið tveimur klukkustundum fyrr.

Ekki nennti ég í réttir og svaf þess í stað í sófa í Lóni.