20 ára, nýr maður
Vaknaði nýr maður í morgun. Það tók smá tíma að átta sig á hvers vegna, en svo fattaði ég, í morgun varð ég nefnilega tvítugur. Strákapör æskuáranna eru liðin tíð. Eftir tvítugt gerir fólk aldrei mistök. Þá hagar það sér eins og fullorðið fólk.Fyrsta skref tvítugs manns er að sjálfsögðu að fara í ríkið. Allir gera það á afmælisdaginn, líka bindindissjúklingar. Þeir kaupa þá bara brennivín til að bjóða gestum eða fara í ríkið og kaupa ekkert. Fólk þarf ekkert að kaupa frekar en það vill, það getur líka bara sest á gólfið og dregið djúpt andann og farið síðan beint út aftur. Lykilatriðið er þetta: að fara í ríkið á afmælisdaginn.
|