Vafasamar athugasemdir
Um daginn flutti ég fyrirlestur í íslensku ásamt nafna mínum um íslenskt skáld. Í dag fékk ég síðan skriflegan dóm um fyrirlesturinn frá kennaranum. Kennarinn gerði athugasemd við orðalag mitt að skáldið hefði verið "allur í kerlingunum" sem var þó satt. Einnig gerði kennarinn athugsemd við að ég skyldi segja að hann "nennti ekki lengur að standa í þessu bulli og flutti heim" um það þegar skáldið flutti aftur til Íslands frá Vesturheimi.Kennaranum finnst greinilega ekki við hæfi að reyna aðeins að halda nemendum vakandi í slíkum fyrirlestrum. Fátt er leiðinlegra en að hlusta á of hátíðlega fyrirlestra um einhverja svona fokkin gaura nema gaurarnir hafi verið þeim mun ferskari. Þá sofna oftast nokkrir. Þeir sem þó halda sér vakandi horfa út um gluggann og pæla í einhverju allt öðru.
|