Gagnrýni: White Stripes í Laugardalshöll
Eftir að íslensk kúkahljómsveit (dæmigerð íslensk kúkarokkhljómsveit þar sem hljóðfærunum ægir saman í graut og söngvarinn galar eitthvað kjaftæði) að nafni Jakobínarína hafði spreytt sig á sviðinu í dágóða stund stigu Meg White og Jack White á svið. Meg settist við trommusettið og Jack stóð með gítarinn. Það var kátt í höllinni þegar þau byrjuðu fyrsta lagið, Blue Orchid, sumir fengu vægar hjartsláttartruflanir við dynjandi taktinn. Svo komu tvö eða þrjú eldri lög sem voru ekkert svakaleg og eins og oft brást hljóðkerfið eitthvað (furðulegt að þessi hljóðkerfi virðast alltaf klikka eitthvað). Jack var mikill meistari á gítarinn og ekki síður að syngja. Meg var mjög fyndin á trommunum, ruggaði allan tímann og var eins og kjáni, en stóð sig þó vel. Þau lög sem stóðu upp úr voru:Blue Orchid
Jolene
Red Rain
Seven Nation Army
Hotel Yorba
My Doorbell
Little Ghost
I Just Don't Know What To Do With Myself
Ball And A Biscuit
En ég saknaði nokkurra laga á þessum tónleikum, uppáhalds White Stripes lags míns, Hypnotize og einnig:
The Air Near My Fingers
Fell In Love With A Girl
In The Cold, Cold Night (Meg syngur)
Well It's True That We Love One Another (bæði syngja)
Girl, You Have No Faith In Medicine
Hefðu mátt setja þessi lög inn í prógrammið og henda nokkrum af þessum elstu út því þau voru einfaldlega ekki jafn góð í upphafi ferilsins. Að öðru leyti var þetta dúndurgott. Meg söng bara stutta lagið sitt af Get Behind Me Satan, Passive Manipulation.
Einkunn:8,7
|